Vefmyndavél

Riddarinn ótrúlegi !!

David Knight hafði varla drepið á hjólinu eftir eina erfiðustu keppni sem hann hafði tekið þátt í þegar hann skellti sér til Las Vegas og tók þátt í innanhús Endurocross keppninni um helgina með stóru strákunum.  Knight  lenti í samstuði í fyrstu begju við Geoff Aaron trials stjörnu, þar sem þeir báðir flugu á hausinn og festu hjólin saman. Eftir að hafa náð að losna þá kláraði hann aðeins fjórði og varð að taka þátt í semi finals. Í aðal keppninni náði hann svo afgerandi forystu og hringaði meðal annars snillinginn og sigurvegarann frá í fyrra Ryan Hughes sem gerði nokkur afdrifarík mistök.
Það eru engir smá kallar sem taka þátt í þessu en hér er lokastaðan:

1. David Knight (KTM Factory Enduro Team)
2. John Dowd (Suzuki)
3. Ricky Dietrich (Kawasaki)
4. Ty Davies (Yamaha)
5. Ivan Cervantes (KTM)
6. Ryan Dudac (Kawasaki)
7. Kurt Caselli (KTM)
8. Mike Lafferty (KTM)
9. Ryan Hughes (Suzuki)
10. Xavier Galindo (KTM)

Leave a Reply