Motocross 2005 á DVD

Nýji tvöfaldi DVD diskurinn, Íslandsmeistaramótið í Motocross 2005, er komin í sölu hjá JHM Sport og í Moto og hann verður líklega kominn í fleiri hjólabúðir innan skamms. Einnig verður hann til sölu í Skífunni og svo er hægt að panta hann HÉR.
Á aðaldiskinum eru fjórir þættir frá motocrosskeppnum sumarsins. Keppnirnar eru: Ólafsvíkurkeppnin 11.

júní, Álfsneskeppnin 16. júlí, Akureyrarkeppnin 30. júlí og Sólbrekkukeppnin 13. ágúst. Þar að auki er að finna skemmtilegt tónlistarmyndband með klippum úr keppnum ársins sem frumsýnt var á árshátið VÍK við mikinn fögnuð viðstaddra.

Á aukadiskinum er 80 mínútu umfjöllun um Offroad Challenge-keppnina sem fram fór á Kirkjubæjarklaustri í vor. Þetta efni hefur ekki komið fyrir sjónir almennings áður. Einnig er þar að finna motocrosskeppnina á Álfsnesi árið 2004 ásamt tónlistarmyndbandi frá sama ári.

Tveir stútfullir diskar sem eru skyldueign fyrir alla áhugamenn um sportið!

Verð aðeins 2.900,- fyrir 2 DVD!
Ath. þeir sem panta DVD diskinn hér á vefnum fá hann sendan í pósti innan viku.
Þeir sem eru ekki með keppnisnúmer en vilja panta diskana slái inn 9999 til þess að panta. Einnig er hægt að panta í síma 898 8419 og 899 4313.

Skildu eftir svar