Knight sigrar Last man standing

Smellið til að stækka !!Red Bull Last Man Standing keppnin var haldin um síðustu helgi. Það er skemmst frá því að segja að snillingurinn David Knight á KTM vann titilinn og sigraði þar með 87 aðra fræga og góða keppendur sem var boðið að taka þátt.  Það var á einum stað í keppninni sem maður gat aðeins tekið því rólega og pústað í 10-15 sekúntur, en annars var þetta ein alerfiðasta keppni sem ég hef tekið þátt í og einnig ein sú skemmtilegasta, sagði FIM Enduro heimsmeistarinn 2005. Sjöfaldi AMA enduromeistarinn Mike Lafferty KTM var annar þeirra sem veitti Knight einhverja keppni, en hann lenti í óhappi og vann sig eftir það úr fimmta í

 þriðja sæti, hinn var Nathan Kanney á Yamaha sem lenti í öðru.  Eknir voru tveir 64 km hringir og voru aðeins 18 sem kláruðu seinni hringinn. Svo voru eknir tveir öfugir hringir um nóttina, en þá var brautin að hluta til upplýst og kláruðu 14 keppnina í heild og Knight kom í mark 10 mín á undan Kanney.

Skildu eftir svar