Juha Salminen GNCC meistari

Finninn Juha Salminen KTM sem er tífaldur heimsmeistari í Enduro hefur nú bætt GNCC titli í safnið. Juha fór sem kunnugt er í víking til USA til að takast á við nýja hluti. Hann hefur sagt að hann hafi verið orðinn leiður á því að fara alltaf sama hringinn mótaröðinni í Evrópu og því ákveðið að prófa að keppa í USA til að skipta um umhverfi. Hann vissi ekkert hvað hann var að fara út í, og keppti á 2 stroke hjóli af þeirri einföldu ástæðu að hin liðin gerðu það. " Það sem er skemmtilegast er að allir staðir eru nýjir fyrir mér hér og ég hef litla hugmynd um hvað ég er að fara út í á hverjum stað" sagði Salminen. Juha hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna og óhætt að segja að þessi rólegi Finni hafi tekið þá í kennslustund á útivelli. Enn er eftir ein umferð í GNCC, en úrslitin í keppninni um helgina eru hér:

1. Juha Salminen (KTM)
2. Charlie Mullins (Yam)
3. Chuck Woodford (Kaw)
4. Fred Andrews (Suz)
5. Barry Hawk (Yam)
6. Glenn Kearney (Suz)
7. Robbie Jenks (KTM)
8. Rodney Smith (Suz)
9. Mike Lafferty (KTM)
10. Shane Watts (KTM)

Suzuki GNCC Series Standings:

1. Juha Salminen (315)
2. Barry Hawk (245)
3. Glenn Kearney (181)
4. Charlie Mullins (166)
5. Robbie Jenks (154)

Skildu eftir svar