Vefmyndavél

Frá AÍH fundinum

Í gærkvöld var fyrsti opni fundur AÍH á þessum vetri.  Tókst fundurinn vel og var mæting nokkuð góð.  Farið var yfir brautarmál á fyrirhuguðu svæði í Kapelluhrauninu og í kjölfarið var kosið var í mannvirkjanefnd.  Þorgeir Ólason formaður AÍH, Aron Reynisson og Einar Smárason voru kosnir í þessa nefnd.  Einnig var tilkynnt að AÍH muni sjá um Enduro keppni á næsta ári og var því kosið í keppnisnefnd.  Í þeirri nefnd eru Kristján Geir Mathiesen, Nikulás Óskarsson , Steinn Hlíðar Jónsson og Stefán Hjaltalín.  Það er því margt að gerast í

 félaginu þessa dagana og munum við þurfa félagsmenn til þess að hjálpa til við þessa vinnu.  Jón kom með hluta af vöruúrvalinu úr JHM Sport og gaf góða kynningu af sínum vörum.  Eftir fundinn gafst tækifæri til að ræða nánar við Jón sem og Kára Íslandsmeistara í Enduro. Viljum við hvetja félaga og gesti til að mæta á næsta fund sem verður 2.nóvember á sama stað og sama tíma.  Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af fundinum.


 Kv.
Stjórn AÍH

Leave a Reply