Everts og Pichon í Belgíu

Síðasta umferðin í Belgíska motocrossinu var um helgina. Það var aðalega tvennt sem stóð upp úr í sambandi við þessa keppni. Í fyrsta lagi var Stefan Everts búinn að tryggja sér titilinn þannig að Yamaha L&M liðið notaði tækifærið og prófaði splunkunýtt 2006 YZ450F hjól, sem er m.a. með nýjum mótor og nýju álstelli.  Everts var að ná fínum tímum á hjólinu, en hann krassaði og tapaði við það miklum tíma, en skilaði sér samt í 12 sæti over all. Hitt er að Michael Pichon vann keppnina með 2-1-4 úrslitum. Þetta var fyrsta keppnin sem Pichon keppir fyrir KTM og er ekki hægt að segja annað en að framhaldið lofi góðu.


Skildu eftir svar