Vefmyndavél

Árshátíðardagurinn

Þá er árshátíðardagurinn liðinn og ekki hægt að segja annað en að hann hafi tekist með með afbrigðum vel. Fjölmargir mættu upp í Bolöldu og fengu sér léttan hjólasprett í ótrúlega fallegu haustveðri, þar sem heiðskýrt var og  ekki bærðist hár á höfði. Kalli og Einar voru svo flottir á grillinu og buðu upp á pylsur í boði Moto. Margir mættu svo í Laugarásbíó og slökuðu á með popp og kók til að safna kröftum fyrir kvöldið. Góð stemning var svo í Versölum og allir í góðum gír og maturinn góður. Örfáar myndir frá deginum eru komnar í myndagallerýið.

Leave a Reply