Yamaha strákarnir fóru í Keppnis og æfingaferð til Svíþjóðar

Freyr og Svavar fóru með foreldrum sínum og systrum Freyrs á æfinga og keppnisferðalag til Svíþjóðar. Þau nutu leiðsagnar og gestrisni Peter Bergvall og Micke Frisk. Strákarnir kepptu í tveimur keppnum. Önnur keppnin var í Motala í Svíþjóð. Svavar lenti í 14 sæti af 30 keppendum, Freyr lenti í B final eftir að það sprakk

 hjá honum í tímatökunni. Hann sigraði svo B flokkinn. Seinni keppnin var í Tibro þar náði Svavar 15 sæti í fyrra mótoi en datt  í seinna mótóinu og kláraði það í 20 sæti og varð í 17 overall. Freyr Keppti ásamt 60 öðrum 85cc ökuþórum hann náði 3 sæti í tímatökunni, en það sem hann var gestur þurfti hann að starta aftastur, en náði þó að vinna sig uppí 11 sæti. Að sögn móður hans stökk hann hærra og lengra en hún kærði sig um.  Strákarnir æfðu svo undir leiðsögn Frisk á milli keppnanna. Við viljum þakka Peter og Frisk fyrir að taka vel á móti þeim. Kv. Þór Þorsteinsson

Myndir frá ferðinni eru komnar í myndagallery

Skildu eftir svar