Vefmyndavél

Vetrarstarf AÍH að hefjast

Þar sem farið er að kólna og keppnir búnar í bili þá fer vetrarstarf AÍH að hefjast.  Við höfum ákveðið að hittast á miðvikudagskvöldum í byrjun mánaðar í 1-2 klst. í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.  Álfafell er stóri salurinn á annarri hæð og er gengið inn um gaflinn.  Á fyrsta kvöldinu okkar, sem er miðvikudagurinn 5. október, munu Jón og Kári íslandsmeistari í Endúró heimsækja okkur og kynna vöruúrvalið sem JHM Sport hefur uppá að bjóða.  Trials hjól verður í salnum ásamt öðru góðgæti.  Nú einnig verður hressing á staðnum.  Frábært tækifæri til að hittast spjalla saman eftir kynninguna.  Hvetjum alla til að mæta stundvíslega kl. 20 og verður húsið opið til kl. 22.

Leave a Reply