Til minnis fyrir keppendur um helgina

Við bendum keppendum sérstaklega á að leyfi fyrir endurokeppninni um helgina er á þeim forsendum að keppendur aki aðeins á skráðum og tryggðum hjólum og framvísi gildum ökuskírteinum. Ökumenn sem ekki hafa náð 18 ára aldri skulu framvísa samþykki foreldris eða forsjáraðila til aksturs. Brot á þessu geta varðað missi keppnisleyfis á svæðinu til tveggja ára.

Við bendum ennfremur öllum keppendum á að hafa samband við sitt tryggingafélag og óska eftir viðauka í trygginguna á hjólinu vegna þátttöku í aksturskeppni. Annars geta tryggingafélögin neitað bótaábyrgð.
Kveðja, Enduronefnd / Hrafnkell formaður

Skildu eftir svar