Stelpunámskeið í kvöld

Jæja stelpur nú er komið að síðasta tímanum okkar á stelpunámskeiðinu.  Mæting í Sólbrekku í kvöld kl. 18:00 stundvíslega.  Kvöldið kostar 1.000.  Það er búið að vera frábær mæting hjá okkur og vil ég hvetja þær sem ekki hafa mætt en langað til, að mæta nú sprækar, skiptir ekki máli þótt mætt sé bara í 1 tíma!!!  Við ætlum að reyna að bjóða einhverjar veitingar svona í lokin.  Heiða í Nikita sendi okkur stelpunum Nikita boli og límmiða í gær og var mikil ánægja með þetta.  Takk fyrir Heiða 🙂 Einnig mætti ljósmyndari frá Hér og Nú og tók einhverjar myndir.  Sjáumst í kvöld.  Kv. Tedda Nítró


Skildu eftir svar