Síðasta umferð heimsmeistaramótsins

Um helgina fór fram síðasta umferð heimsmeistaramótsins í Motocross sem haldin var á Írlandi. Stefan Everts Yamaha sigraði, en fékk mikla keppni frá Ben Townley KTM sem hélt honum við efnið allan tímann.
Townley leiddi nokkra hringi í seinna mótoi, en Everts náði framúr og sigraði. Josh Coppins Honda varð þriðji o/a.
Flestra augu beindust að MX2 þar sem Alessi bræður voru mættir frá USA til að taka þátt. Mike Alessi KTM

 náði startinu í fyrra mótoi og hélt forystu í átta hringi, en þá náði Mark de Reuver fram úr og á eftir honum kom svo Tyla Rattray, þannig að Mike varð þriðji.
Í seinna mótoi datt Mike tvisvar og kláraði aftarlega, þannig að hann náði ekki á pall. Rattray sigraði mótoið og annar varð Reuver. O/a úrslit urðu þannig að Rattray á KTM sigraði, annar varð Reuver KTM og þriðji Aigar Leok líka á KTM. Jeff sem er litli bróðir Mike Alessi kláraði í fimmta sæti, en Mike í því áttunda.


Coppins og Everts í bolum sem segja: B(en) T(ownley) fer til Ameríku. Við komum
til með að sakana þín. Þínir G(rand) P(rix) vinir. Townley stendur kátur á milli þeirra.
    
Ben Townley var í miklu stuði.                       Rattray við það að fara fram úr Alessi

Skildu eftir svar