Vefmyndavél

Joel Smets hættur !

Í gær gaf Joel Smets það út að hann sé hættur að keppa í motocross, allavega á Grand Prix leveli. Smets hefur átt við mjög þrálát meiðsli að stríða og núna síðast tók sig upp hnémeiðsl í Þýskalandsumferðinni fyrir mánuði og þarf hann að taka því rólega í hálft ár. Smets er 37 ára og byrjaði ekki að keppa fyrr en hann varð 17 ára, en stimplaði sig rækilega inn og er 5 faldur heimsmeistari í 500 flokknum, sem er nú MX3. Hann hefur unnið næst flesta Grand Prix sigra á ferlinum eða 57, en Everts á metið sem er 87 sigrar.

Leave a Reply