Vefmyndavél

Fréttatilkynning frá Nítró ehf.

Bílanaust hefur nú keypt hlut í Nítró ehf.
Nítró verður rekið með sama sniði og áður, það er að segja sama starfsfólk og sama nafn.
Það verður spennandi að bjóða viðskiptavinum okkar uppá enn og betri þjónustu en áður í nýju og glæsilegu húsnæði hjá Bílanaust en þangað reiknum við með að flytja um miðjan okt.
Við erum alltaf að bæta við nýjum vörutegundum og má þar nefna nýju litadekkin sem verða fáanleg fyrir

 fjórhjól,götuhjól og torfæruhjól, erum að fá lyftistanda til að lyfta torfæruhjólunum í vinnuhæð á verði sem ekki hefur sést áður og erum að fá stóra sendingu af töskum á hippana frá Willy and Max.
Einnig styttist í 2006 línuna af fatnaði og hjálmum frá Spidi, O’neal, Castle X, Acerbis, Swift, Akito og Nitro.
Vento vespurnar sem hafa heldur betur slegið í gegn en gámurinn sem kom í byrjun ágúst seldist upp á 3 vikum.  Von er á nýrri sendingu eftir 5-10 daga.

Kveðja Haukur, Tedda og starfsfólk Nítró

Leave a Reply