Everts og Cairoli heimsmeistarar

Stefan Everts og Antony Cairoli á Yamaha innsigluðu báðir heimsmeistaratila sína um helgina, Everts í MX1 og Cairoli í MX2. Mikil gleði ríkti í herbúðum Yamaha, og Everts var í miklu stuði og sigraði bæði mótoin, en Carioli komst reyndar ekki á pall þennan daginn.  Í öðru sætu um helgina í MX1 varð Steve Ramon á KTM og í því þriðja Ben Townley á KTM. Í MX2 voru það Tyla Rattray á KTM og Marc de Reuver á KTM sem urðu í fyrsta og öðru sætinu og Billy Mackenzie á Yamaha í því þriðja. Næsta og síðasta MX Grand Prix ársins er á Írlandi 17. september.

Skildu eftir svar