Vefmyndavél

Enduro Bolöldu í fréttum

Enduro keppnin við Bolöldu hefur farið mikinn í fréttum.  Á föstudag í síðustu viku var fréttatilkynning um komandi keppni í MBL-Bílar.  Í gærkvöldi var frétt frá mótinu í íþróttafréttum Stöðvar 2.  Síðar um kvöldið kom enn lengri frétt í Olíssport á SÝN.  Í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í morgun var fréttin síðan endursýnd.  Ekki er þar við setið, heldur verður sagt frá mótinu í SUPERSPORT á SIRKUS í kvöld kl. 19:50 og grein um mótið ásamt myndum mun birtast í MBL-Bílar á morgun, föstudag.  Myndir frá mótinu eru þegar komnar inn á www.supersport.is en fréttaklippur og sjónvarpsþátturinn verður settur inn á síðuna um helgina.
Bjarni Bærings   

Leave a Reply