Vinnudagur við Bolöldu

Næstkomandi SUNNUDAG verður byrjað á fullu að gera Bolöldusvæðið klárt fyrir notkun.
Formleg notkun á svæðinu hefst með Endúrókeppninni þ. 3. sept. n.k.
Við viljum biðja sem flesta um að mæta upp á Bolöldusvæði og taka til hendinni með okkur.
Þeir hörðustu mæta kl. 09:30 og hætta kl. 18:00.  Allt þar á milli er vel þegið.
Gott væri ef menn hefðu með sér skóflur og hrífur.
Við þurfum að setja niður staura til að afmarka bíla- og þjónustusvæði.  Setja þarf up skilti o.fl. o.fl.
 Komdu og vertu með!  Leggðu þitt að mörkum við að byggja upp svæði framtíðarinnar.
Sjáumst!   Bolöldunefnd VÍK

Skildu eftir svar