Vinnudagur og brautarlagning við Bolöldu!

Við minnum á vinnudaginn við Bolöldu á morgun, sunnudag. Þá verður brautin lögð fyrir næstu helgi, afmörkuð bílastæði og settar upp merkingar ofl. Ath. að vegurinn inn á svæðið hefur verið heflaður með talsverðri fyrirhöfn og kostnaði fyrir félagið. Við biðjum því menn vinsamlegast um að keyra varlega og á litlu gjöfinni til að hlífa veginum og halda honum vel færum fyrir sjúkrabíla og annan akstur. Kveðja, Bolöldunefnd.


Skildu eftir svar