Sólbrekkumyndir frá Lollu

Það eru komnar inn á nitro.is myndir frá Grindavík og frá öllum flokkum.
Þar sem þetta er nú síðasta motocross keppni sumarsins þá langar mig að koma því að að það hefur verið mjög gaman að kynnast þessu sporti þó ekki sé nema í gegn um myndavélarlinsuna og hef ég skemmt mér hið besta á keppnum sumarsins og ég vona að fleiri eigi eftir að uppgötva þetta fyrr en seinna. Þó maður sé

 ekki að taka þátt né hafi mikið vit á þessu þá er engu að síður gaman að fylgjast með og ég fyrir mitt leiti vil frekar vera að taka myndir af motocrossi en t.d af badminton eða sundi.
Ég vonast samt til að geta mætt á aðra ef ekki báðar endurokeppnirnar sem eftir eru og smellt þar af í gríð og erg vonandi einhverjum til ánægju
 
Kveðja
Lolla


Skildu eftir svar