Vefmyndavél

Slakið á við Kaffistofuna !!

Frá Litlu-Kaffistofunni hefur borist sú beiðni að ökumenn torfæruvélhjóla haldi sig við "litlu inngjöfina" á athafnasvæðinu við hliðina og aftan við húsið.  Borið hefur á því að grjóti hafi verið "spýtt" yfir bíla og menn og jafnvel gengið svo langt að steinar hafi smollið á bensíndælum. Þau ykkar sem nýtið þessa frábæru aðstöðu hjá Stefáni kaffistofustjóra og hans fólki eruð vinsamlegast beðin um að fara rólega um á planinu og í næsta nágreni við Kaffistofuna.

Leave a Reply