Pichon skrifar undir hjá KTM !!!

Red Bull KTM hefur heldur betur fengið góðan liðsstyrk. Michael Pichon fyrrverandi heimsmeistari, var í öðru sæti í fyrra og sem núna er í fjórða sæti heimsmeistarakeppninar hefur ákveðið að ganga til liðs við KTM, en hann hefur verið hjá Hondu í ár. Þetta er orðið sannkallað draumalið þar sem Sebastien Tortelli er kominn í hópinn eins og við sögðum frá, ásamt Spánverjanum Jonathan Barragan og Mark de Reuver.
" Síðustu mánuðir hafa verið mér mjög erfiðir og ég hafði ekki ákveðið hvað ég ætti að gera í sambandi við

 ferilinn hjá mér. Ég hafði sagt að ég væri til í að vera með ef ég fengi gott boð, og ég held að ég fái allt hjá KTM sem ég leita að. Þeir eru þekktir fyrir að hugsa vel um ökumennina sína og eru öflugir í að þróa hjólið. Bæði ég og KTM ætlum okkur að  sigra keppnina, … við viljum allir vinna Everts " sagði Pichon.

Skildu eftir svar