James „Bubba“ Stewart ekki með í Millville.

Kawasaki ökumaðurinn James Stewart lenti í óhappi á æfingu á Glen Helen brautinni í fyrradag. Í fallinu lenti hann illa á hægri mjöðminni og samkvæmt læknisráði og ákvörðun Team Kawasaki verður Bubba ekki með í keppninni í Millville. Þeir hjá Kawasaki voru einmitt nýbúnir að gefa út að hann yrði með, en óheppnin eltir kallin og við verðum að sjá hvað gerist í 10. umferð.

Skildu eftir svar