Vefmyndavél

Everts áfram hjá Yamaha

{mosimage}Það var gefið út um helgina að Stefan Everts verði áfram í herbúðum Yamaha á næsta keppnistímabili ( 2006 ) Everts er áttfaldur heimsmeistari og er nú með 38 stiga forystu á Coppins sem er í öðru sæti. Everts byrjaði hjá Yamaha 2001 og hefur unnið heimsmeistaratitil öll fjögur árin sem hann hefur verið hjá liðinu, einnig tvo MX of Nations titla og einn ISDE titil. " Samstarf mitt við Yamaha og Rinaldi hefur verið mjög gott og engin ástæða fyrir mig að breyta því " sagði Everts.

Leave a Reply