Vefmyndavél

Allir að mæta á motocross keppnina í Sólbrekku !!!

Fjórða umferðin og sú síðasta er haldin í dag í Sólbrekkubraut Reykjanesbæ. Í dag ræðst hver verður Íslandsmeistari í Motocross, og þar sem stutt er milli manna á stigatöflunni er allt galopið og spennan mikil. Frábær veðurspá er í dag þannig að það er ekkert annað sem kemur til greina í dag en að fá sér örstuttan bíltúr út á Reykjanes og horfa á keppnina og skella sér svo 2 fyrir 1 í Bláa lónið í framhaldinu. Hér er kort fyrir neðan fyrir þá sem ekki vita hvar brautin er. Ekið er örstutt suður Grindavíkurafleggjarann og svo til hægri hjá Seltjörn.

Leave a Reply