3. umferð Íslandsmótsins í Motocross, Akureyri

Viðburður: 3. umferð íslandsmótsins í motocross
Staður & Stund: Hlíðarfjalli, Akureyri, 30.07.2005
Skipuleggjendur: Kappakstursklúbbur Akureyrar (KKA) og Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK)
Þátttakendur: Um 80 keppendur í Meistaradeild, kvennaflokki, 85cc unglingaflokki og 125cc unglingaflokki
Veður: Sól, léttskýjað, logn, 18°C
Braut: Moldar-/leirbraut, krappar beygjur, stórir stökkpallar og 2 rithm section

Úrslitin eru hér

Kappakstursklúbbur Akureyrar hefur byggt upp skemmtilegt og vel útbúið æfinga- og keppnissvæði fyrir torfæruhjól í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.  Brautin er frekar hörð og krappar beygjur á milli þröngra stökkpalla gera hana tæknilega krefjandi.

Hart barist í unglingaflokki
Unglingaflokkur og kvennaflokkur óku fyrst af stað.  Steinar Aronsson sigraði 85 rúmsentimetra flokkinn og Karen Arnardóttir sigraði kvennaflokkinn.  Í 125 rúmsentimetra flokki börðust þeir Aron Ómarsson og Hjálmar Jónsson, en þeir hafa mikla yfirburði í flokknum og hafa slegist um fyrsta sætið í þessum flokki í allt sumar.  Hjálmar Jónsson hafði betur á Akureyri en Aron fylgdi fast á eftir og hafnaði í öðru sæti.  Hjálmar er efstur að stigum til Íslandsmeistara í þessum flokki en Aron hefur enn möguleika á titlinum þar sem lokaumferðin er eftir.

Ed missti af sigri
Breski ökuþórinn Ed Bradley á KTM ók hraðast allra í brautinni og hafði töluverða yfirburði.  Honda ökumaðurinn Ragnar Ingi Stefánsson hefur titil að verja og barðist af hörku við Einar Sverri Sigurðarson á KTM sem leiðir Íslandsmótið að stigum.  Ragnar ók þétt og flaug fallega fram af bröttum stökkpöllum, en þreyta í framhandleggjum gerðu honum erfitt fyrir.  Einar lagði allt undir og náði að halda Ragnari aftan við sig, þótt bilið á milli þeirra var sjaldan meira en hjóllengd.  Þegar einungis tveir hringir voru eftir lenti Ed í vélarbilun og varð að hætta keppni.  Einar náði þar með að krækja í fyrsta sætið í keppninni, Ragnar lenti í öðru sæti og Kári Jónsson á TM hafnaði í þriðja sæti.

Allt opið fyrir síðustu umferð
Úrslitin á Akureyri komu mörgum á óvart og hafa opnað ýmsa möguleika fyrir síðustu umferð Íslandsmótsins í mótorkrossi.  Einar er í þægilegri stöðu en þarf að lenda í öðru sæti til að vera öruggur um Íslandsmeistaratitilinn.  Ragnar þarf klárlega á sigri að halda og má ekki hafa Einar í öðru sæti.  Kári Jónsson er fræðilega inni í myndinni en til þess að hann hampi titli þurfa Einar og Raggi að lenda frekar aftarlega.  Það verður því gífurleg spenna í loftinu þegar keppendur verða ræstir í síðustu umferð, sem fram fer í Sólbrekkubraut við Grindavíkurafleggjarann laugardaginn 13. ágúst.

Myndir/Magnús Sveinsson

{mosimage}
Einar átti besta startið en Ragnar er þétt við hlið hans og Kári rétt fyrir aftan
{mosimage}
Háflug í brautinni
{mosimage}
Ed Bradley var yfirburðamaður í brautinni og lang hraðastur en vélarbilun kom í veg fyrir verðlaunasæti
{mosimage}
Kári Jónsson átti góðan dag og hafnaði í þriðja sæti
{mosimage}
Einar Sverrir Sigurðarson svífur hér glæsilega í gegnum endamarkið en hann sigraði keppnina

Frekari upplýsingar fyrir fjölmiðla:
Fjölmiðlar geta nálgast frekari upplýsingar um mótið, fleiri myndir frá mótinu, nánari upplýsingar um keppendur, keppnishald sumarsins og starfsemi Vélhjólaíþróttaklúbbsins hjá neðangreindum:
Bjarni Bærings
fjölmiðlafulltrúi VÍK,
Sími: 898-9090
Netfang: bb@medis.is
www.motocross.is

Skildu eftir svar