Vinnukvöld í Álfsnesi þriðjudagskvöld

Nú þurfum við á ykkar aðstoð að halda til að gera Álfsnesið klárt fyrir keppnina næstu helgi. Mæting er kl. 19 en þá verður ýtan í brautinni og starthliðin verða gerð klár. Auk þess þurfum við aðstoð við að setja upp girðingu við pittsvæðið, reisa upp dekk og hreinsa grjót úr brautinni og snyrta til í kringum svæðið. 

Við þyrftum líka að fá einhverja á jeppum til að þjappa brautina og einhverja með góðar kerrur til að týna upp smágrjótið í og við brautina. Gott væri að menn tækju með sér skóflur og hrífur til að flýta fyrir vinnunni. Miðar verða í boði fyrir þá sem mæta auk léttrar hressingar.

Motocrossnefnd

Skildu eftir svar