Vefmyndavél

Vélhjóla og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ orðinn aðili að UEM.

Vélhjóla og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ hefur fengið aðild að UEM – Evrópusamtökum Vélhjólamanna. (Nánari upplýsingar: http://www.uem-online.org  ).  Nú er því lokið því tímabili þar sem Íslenskir keppendur þurfa að skrá sig í erlenda klúbba til þess að öðlast keppnisrétt erlendis.  Frá og með deginum í dag munum við geta boðið keppendum í félögum sem eiga aðild að ÍSÍ alþjóðleg keppnisskýrteini.  Nánari upplýsingar veitir Aron Reynisson, aronreyn@simnet.is .  Við óskum öllum Hjóla og sleðamönnum til hamingju.
Með kveðju,  Vélhjóla og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ

Leave a Reply