Umfjöllun um MX Álfsnesi í MBL-Bílar s.l. föstudag

Morgunblaðið birti grein og myndir um motocross keppnina á Álfsnesi í bílablaði sínu s.l. föstudag.  Sú skemmtilega nýjung var að allir gátu kosið á síðunni www.supersport.is hvaða myndir voru sendar MBL. 

MBL fékk efstu 5 myndirnar úr kosningunni og 1 aukamynd.  Þannig voru ekki endilega bara sigurvegarar sem birtust í MBL heldur þeir “myndarlegustu” – amk samkvæmt kosningunni!  Karl Gunnlaugsson rataði á stærstu myndina en aðrir sem sáust á mynd voru Maggi, Einar, Árni og Kári.  Nú er verið að kjósa um hvað verður sýnt í næsta SUPERSPORT þætti (Enduro í efsta sæti) og strax eftir MX Akureyri verður hægt að kjósa hvaða myndir fara í MBL frá því móti.
 
Bjarni Bærings

Skildu eftir svar