Tilkynning Enduro nefndar VÍK.

Laugardaginn 2. júlí. fór fram 3 & 4 umferð Íslandsmótsins í Enduro við Blönduós. Rúmlega 70 keppendur tóku þátt í keppninni sem tókst vel í alla staði. Keppnissvæðið á Blönduósi er frábært og ekki skemmdi gott veður. Björgunarsveitin á staðnum sá um sjúkragæslu og höfðu sem betur fer ekkert að gera allan daginn,

 það verður að teljast gott þar sem eknir voru ca. 1700 hringir í samtals 21.000 mínútur.
Píparagengið sá um öfluga brautargæslu, Guðberg um brautarstjórn, Eggert um keppnisstjórn og Gaui um tímavörslu ásamt fleiri góðum mönnum sem komu til aðstoðar. Enduro nefnd vill þakka þeim fjölda sem hjálpaði við brautarlagninguna á föstudeginum og gekk hún fljótt og vel fyrir sig.
Öll umgengni um svæðið var gott og frábært hvað keppendur eru orðnir meðvitaðir um að taka til eftir sig rusl. Allar tímasetningar stóðust og var svæðið nánast fullhreinsað kl: 16:50.
Verðlaunaafhendingin fór fram kl: 17:00 við Esso skálann. Eftir samtal við lögreglu og Jónu Fanney bæjarstjóra í morgun voru heimamenn hæst ánægðir með okkur og engar uppákomur samhliða keppnishaldinu. Jóna Fanney bæjarstjóri vill endilega fá okkur aftur og hefur áhuga fyrir frekara samstarfi við uppbyggingu og kynningu á mótinu sem er að fessta sig í sessi á Blönduósi. 5. & 6. umferð Íslandsmótsins fer svo fram í nágrenni Reykjavíkur 3. september. með kveðju og takk fyrir góða keppni.
Keppnistjórn & Enduro nefnd VÍK

Skildu eftir svar