Vefmyndavél

Skráning er hafin fyrir Mx á Akureyri

Skráning er hafin fyrir 3ju umferð Íslandsmeistaramótsins í Motocross sem haldin er á Akureyri 30. júlí. Sú nýbreytni er nú í skráningaarkerfinu að þegar menn hafa skráð sig í keppni og fá upp síðuna þar sem kreditkortaupplýingarnar eru slegnar inn, þá er líka hægt að haka í reit sem er merktur " Sendir " og þá eru auka 2500kr.- teknar út af kortinu fyrir leigusendi og menn fá hann afhentan á keppnisstað. Þetta er gert til að spara mönnum sporin. Skráningu lýkur kl 23:59 á þriðjudagskvöldið 26. júli. Eftir það borga menn 50% hærra gjald.

Leave a Reply