Motul gefur verðlaun á Akureyri

Siggi Bald og félagar hafa ákveðið að gefa öll verðlaun í alla 5 flokka Motocross mótsins sem verður um næstu helgi, og einnig aukaverðlaun í alla flokka. Gott framtak hjá þeim. Hér er bréf sem okkur barst frá þeim:
Við bræður hjá Motul, gefum öll verðlaun í alla 5 flokka.
Einnig flott aukaverðlaun frá okkur.

Aukaverðlaun í 1 sæti.
Hekla hf / Dunlop umboðsaðili á Íslandi , gefur 5 framdekk,
sem aukaverðlaun í 1 sæti í alla flokka. Við seljum Dunlop
Mótorhjóladekkin, slöngur og viðgerðasett, hér fyrir norðan.

Aukaverðlaun í 2 sæti.
ALLOY peysur/ bolir í þinni stærð  !!
Motul.is er umboðsaðili fyrir ALLOYMX fatnað á Íslandi.

Aukaverðlaun í 3 sæti.
Motul hreinsiefni, bón og fl. gott fyrir hjólið þitt.
Motul.is er umboðsaðili fyrir Motul smurolíur á Íslandi.

Tilþrifaverðlaun dagsins  !!
Tveir ,,gamlir,, hjólajaxlar velja þann sem á tilþrif dagsins !!
Poki fullur af ýmsu góðgæti frá okkur.

Skildu eftir svar