Sjóvádagurinn í Hafnarfirði

{mosimage}Við viljum minna á mótorhjólasýningu AÍH í samvinnu við Sjóvá á laugardaginn kl 13:30 við íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði.  Einnig geta götuskráð hjól tekið þátt í hópakstri um bæinn sem hefst kl 13:25 við gamla Lækjarskólann við tjörnina.  Við viljum benda hjólamönnum 

 í Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögum á að þarna er kjörið tækifæri
til þess að sýna bæjarbúum og bæjaryfirvöldum fram á það hvað við erum
mörg sem leggjum stund á þessa íþrótt.  Einnig er þetta kjörið tækifæri
til þess að kynna íþróttina okkar og ræða við ráðamenn bæjarins augliti
til auglitis um svæðismál og önnur baráttumál okkar.  Sýnið lit og
mætið með hjólin á Strandgötuna á milli 13:30 og 15:00 á laugardaginn.

Með bestu kveðjum og von um að sjá sem flesta þann
4. júní ’05 milli kl:13:30 – 15:00.
Stjórn AÍH.

Skildu eftir svar