Vefmyndavél

Sauðárkrókur næstu helgi

Mig langar aðeins að vekja athygli á 100 ára afmælishátíð mótorhjólsins á Íslandi á Sauðárkróki 16.-19. júní, því mér finnst eins og þetta hafi farið svoldið fram hjá okkur drullumöllurum og það sé útbreiddur miskilningur að þetta sé einhver Snigla/götuhjólahátíð.
 Hátíðin er fyrir ALLA mótorhjólamenn og þrjár keppnisgreinar eru sérstaklega fyrir torfæruhjól. Endurókeppni,

 brekkuklifur og drulluspyrna, skráningarfrestur hefur verið lengdur til 16. júní þannig að það er um að gera að skella sér norðum um helgina og taka þátt, eða bara að mæta á svæðið, sýna sig og sjá aðra og taka þátt í  átíðarhöldunum.
Skráning í keppnirnar fer fram á www.team-bacardi.tk og fleiri upplýsingar er að finna um hátíðina á www.skagafjordur.is/displayer.asp?cat_id=644
Kv. Magnús Þór Sveinsson

Leave a Reply