Mótorhjóla-mogginn kominn út!!!

{mosimage}Það fer ekkert á milli mála – Mogginn er málið.  Blaðið í dag inniheldur bílablaðið, sem er troðið af mótorhjólagreinum – sannkallað mótorhjólablað.  Opnusíða um keppnina á Klaustri 2005 ásamt fullt af myndum sem sýna bæði keppnishörkuna og fjölskyldustemninguna sem ríkti á svæðinu, Dagbók drullumallara með
 

 
tvígengispælingar, grein um 6 cyl. götuhjólin, viðtal við götuhjólamenn
og síðast en ekki síst grein um mismunandi mótorhjólategundir.
Frábært
framtak hjá MBL og fókusinn klárlega á hárréttum stað.  Gríptu blaðið á
næsta salat-bar (eða sjoppu 🙂 áður en upplagið klárast…

Skildu eftir svar