Íslandsmótið í Motocross, fyrsta umferð í Ólafsvík.

Jæja, þá er komið að því.  Fyrsta umferðin í Íslandsmeistaramótinu í motocross verður haldin 11 júní í Ólafsvík.  Fjöldi keppenda mun án efa aukast frá fyrra ári sem var þó algert met.  Þar sem flokkafyrirkomulagi hefur verið breytt eru keppendur hvattir til þess að kynna sér nýtt fyrirkomulag áður en skráning hefst.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:  

Meistaraflokkur:  Í upphitun verður tímataka þar sem þeir 24 sem verða
með bestu tímana flokkast inn í  A-riðil.  Hinir sem ná ekki inn í þann
riðil fara í B-riðil.   Haldin eru 3 moto í A riðli og 2 moto í B
riðli.  Stigagjöf er samkvæmt FIM reglunum og fá því einungis 20 efstu
í A riðli stig til Íslandsmeistara.  Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu
þrjú fyrstu sætin í  A og B riðli.

125 cc flokkur unglinga:  Þar mega hjól ekki vera stærri en 125cc
tvígengis eða 250cc fjórgengis. Haldin eru 3 moto og keppt til
Íslandsmeistara. Aldurstakmark ekki yngri en 14 ára (fæddir 91) og ekki
eldri en 20 ár (fæddir 85). Verðlaunað fyrir þrjú efstu sætin.

85 cc flokkur unglinga:  Þar mega hjól ekki vera stærri en 85cc og
keppendur þurfa að vera 12 ára (fæddir 93) og ekki eldri en á 15 ára
(fæddir 90).  Þar er keppt í tveimur motoum líkt og áður. Þar er keppt
til íslandsmeistara. Verðlaunað fyrir þrjú efstu sætin.

Kvenna flokkur:  þar er keppt í tveimur motoum og keppt til
íslandsmeistara. 85cc flokkur og kvenna flokkur keppa í saman svo lengi
sem keppenda fjöldi verður ekki meiri en 24. Verðlaunað fyrir þrjú
efstu sætin.

Einnig eru keppendur hvattir til þess að kynna sér keppnisreglur FIM á
ensku (sjá viðh.) sem verða lagðar til grundvallar keppnishaldi okkar í
framtíðinni.  Því miður hafa þær ekki fengist þýddar ennþá en unnið er
að því verkefni.

 

Dagskrá keppninnar mun verða sett upp innan tíðar og skráning mun hefjast í þessari viku.

Skildu eftir svar