Vefmyndavél

Frá Umferðarráði: Vélknúin hjól

Á fundi Umferðarráðs, þann 9. júní s.l., var m.a. á dagskrá:
"Vélknúin hjól, torfærubifhjól, réttindaleysi, vanskráning og ólöglegur akstur". Stjórn Umferðarráðs óskaði eftir því við fulltrúa Landssambands íslenskra akstursfélaga í Umferðarráði, Ólaf Kr. Guðmundsson, að hann héldi erindi um þetta mál á fundinum. Umferðarráð hefur vaxandi áhyggjur af þróun í þessum málum, þ.á m. varðandi svokölluð torfærubifhjól.
Erindi Ólafs, sem er yfirgripsmikið og tekur

 á þessum málum frá ýmsum hliðum, telur stjórn Umferðarráðs að eigi erindi til fjölmiðla, og fylgir það því hér með.  ….sjá glærur frá erindinu
Einnig fylgir ályktun sem samþykkt var af þessu tilefni á fyrrgreindum fundi í Umferðarráði þann 9. júní.
Góð kveðja,
Óli H. Þórðarson

Ályktun, samþykkt á fundi Umferðarráðs, 9 júní 2005

Umferðarráð ályktar að stórátak þurfi að gera í því að stemma stigu við hverskonar ólöglegum akstri torfærubifhjóla, sem og utanvegaakstri á þessum tækjum.

Umferðarráð bendir á að ökumenn torfærubifhjóla verði að fara að lögum ekkert síður en aðrir ökumenn vélknúinna ökutækja.  Sérstaklega á þetta við um ökuréttindi, skráningu, tryggingar og náttúruvernd.

Umferðarráð er nú sem fyrr þeirrar skoðunar að áhugamenn um torfæruakstur fái úthlutað sérstökum svæðum til að stunda íþrótt sína, að því tilskildu að þeir fari að lögum og reglum. Umferðarráð beinir sérstaklega hvatningu til sveitarfélaga í þessum efnum.  

Umferðarráð skorar á lögregluyfirvöld að framfylgja lögum og reglum um akstur torfærubifhjóla.

Leave a Reply