Vefmyndavél

15-17 ára „test-pilot“ óskast

Þar sem markaður fyrir skellinöðrur fer stækkandi og framboð slíkra hjóla eykst, ætlar Dagbók Drullumallarans að beina sjónum sínum í þá áttina á næstu vikunum.  Af því tilefni leitum við að stelpu eða strák á aldrinum 15-17 ára til að slást í lið með Dagbókinni í þessu rannsóknarverkefni og segja sína


 skoðun á gripunum.  Viðkomandi þarf að hafa skellinöðrupróf, vera ábyrgðarfull/ur, vera þokkalega ritfær og geta komið skoðunum sínum frá sér á skemmtilegan máta.  Eins og tíðkast svo oft í þessum geira eru launin einvörðungu inneign í gleðibankanum og fengin reynsla, þannig að viðkomandi þarf að vera alger dellukall- eða dellukerling.  Sendið mér línu á moto@mbl.is   

Kveðja  ÞK.

Leave a Reply