Vonir Merriman að engu

Draumar Stefan Merriman um að vinna E2 flokkinn í WEC urðu að engu þegar hann krassaði í sjöundu umferð og var sendur á spítala. Kallinn hélt fyrst áfram að hjóla, en vað svo að gefast upp, og í ljós kom að hann var með sprungið milta. Hann gékkst undir skurðaðgerð og það var fjarlægt. Vonir standa til að hann geti byrjað að hjóla

 
aftur eftir 2 vikur.
Í E2 er það nú Samuli Aro á KTM sem leiðir keppnina en hann varð annar
í 5 umferð, en sigraði þá 6. Liðsfélagi hans Fabien Planet á KTM
sigraði þá 5. en varð annar í þeirri 6. Þriðji í 5. umferðinni varð
Anders Eriksson á Husqvarna, en þriðji í 6 umferð varð Alessandro
Botturi á KTM.
David Knight er ótrulegur og búinn að vinna allar umferðirnar 6 í E3, kallinn í fanta formi.
Annar í 5 umferð varð Sebastien Guillaume á Gas Gas og annar í 6. umferð varð
Marko Tarkkala á KTM, hann varð þriðji í 5 umferðinni, en þriðji í
þeirri 6. varð Mika Ahola á Husqvarna.
Í E1 er það Ivan Cervantes á KTM sem er að slá í gegn og er búinn að
vinna allar umferðirnar hingað til. Í 5. umferð varð Simone Albergoni á
Hondu annar, en Mark Germain á Yamaha þriðji, en öfugt í 6. umferð.

Skildu eftir svar