Vefmyndavél

Tilkynning frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar!

{mosimage}Eins og margir vita verður afmæliskappakstur í tilefni á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Sauðárkróki 17. og 18. júní í sumar.

 Alls verða keppnirnar 5 með nokkrum flokkum, en nánar má sjá undir reglur um keppnir á www.team-bacardi.tk .

Hér eftir kemur stutt lýsing á keppnum sem verið er að taka á móti skráningum í þessa dagana


 og stendur skráning til 20. mai.

  1. Götuspyrna:  Þrír flokkar fyrir skoðuð mótorhjól árið 2005. 200 metrar malbik.
  2. Speedway-dirt-track: Keppni fyrir alvöru keppnismenn. Undirlag : möl og gras, örlítið óslétt.
  3. Enduro-Rally: 3 sérleiðir. Fyrstu tvær eknar fram og til baka. Hlikkjóttur vegslóði sem endar í hlikkjum á milli sandhóla (ca 7-9 km). 3. leið. Byrjar í motocrossbrautinni á Króknum og eftir það liggur leiðin niður í á sem þarna er og verður bara erfiðari og erfiðari þar til ekið er upp eftir á í lokin, erfið leið og krefjandi (7-8km.) Alls um 20 km.
  4. Brekkuspyrna: Upp 45-65 gráðu brekku með litlu tilhlaupi.
  5. Drulluspyrna: Startað við drulluskurð og sigrar sá ( eða sú, ein kona skráð) sem lengst kemst eftir skurðinum.

A.t.h. að lesa vel reglur um skráningu. Gjald í hverja keppni er 2000 krónur, en ef einhver keppandi keppir í öllum keppnunum borgar hann aldrei meira en 5000 krónur.                                     Nefndin….

 

Leave a Reply