Þvílík veðurspá fyrir Klaustur

Við félagarnir vorum sannfærðir um að hellirigning og rok yrði nú á Klaustri, þar sem undanfarin ár hefur verið alveg magnað veður. Núna er sama hvar maður skoðar það er alger sultuspá einu sinni enn fyrir Klausturskeppnina. Spáin hljómar upp á norðan golu 2 m/s, ca 12c hita yfir hádaginn og nánast heiðskýrt. Reyndar eru örfá orð um að mögulega kannski geti fallið einhverjar síðdegisskúrir, en það 

væri nánast blessun þar sem eini gallinn við 250 hjól í skraufaþurri
sandbraut og í engum vindi er að allir verða með trýnið stútfullt af
ryki. Vefurinn segir góða ferð og farið varlega…bæði á leiðinni
austur og í keppninni. Sjáumst,  Guðm.P.

{mosimage}
Mogginn

{mosimage}
Teyr

{mosimage}
Vísir

Skildu eftir svar