Salminen óstöðvandi

{mosimage}
Þrátt fyrir að Salminen á KTM hafi dottið í fyrstu beygju og orðið lang síðastur í frammhaldi af því, þá var hraðinn á honum í 6. umferð GNCC sem haldinn var í Loretta Lynn þvílíkur að hann sigraði Glenn Kearney á Suzuki sem varð annar með rúmlega þriggja mínútna mun.
"Ég veit ekki hvað gerðist. Ég átti verulega slæmt start, og svo datt ég í fyrstu beygju eftir það. Aðrir náðu miklu 

forskoti á mig, en ég fór að draga á þá. Ég tók mikla áhættu og valdi
mér allt aðrar aksturslínur  og það gékk upp, því eftir einn hring var
ég kominn í forystu." sagði Salminen. Hann hafði ekkert ægilega mikið
fyrir þessu, því að eftir að hann náði forystunni hélt hann áfram að
síga stöðugt framm úr og það skilaði sér í þessu feikna forskoti og
sigri. Það er því ekki nokkur maður sem efast um hver er aðal maðurinn
í GNCC í dag.
Fyrst voru það Chuck Woodford, Steve Hatch, Kearney og Barry Hawk sem
börðust um forystuna, en seinna um annað sætið. Woodford krassaði og
hætti keppni með brjóstáverka. Svo var það Hawk sem krassaði og þá var
baráttan milli Kearney og Hatch á Kawasaki. Hatch missti svo þriðja
sætið nærri til Charlie Mullins á Yamaha sem hafði laumast upp að
félögunum. Hawk á Yamaha varð fimmti en  það var gamla kempan sem aftur er byrjaður að keppa
eftir erfið meiðsli, Ástralinn Shane Watts sem reyndar rétt gat hafið
keppni vegna matareitrunar, sem náði sjötta sætinu á litla KTM 200exc
hjólinu sínu, eftir að hafa krassað, brotið rolloffið og orðið
bensínlaus. Magnaður baráttuhundur.

Skildu eftir svar