Brautarverðir óskast á Klaustur

Kjartan var að hafa samband og það vantar enn nokkra brautarverði á Klaustur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fjörinu geta sent tölvupóst á kjartanh@ismennt.is. Brautarverðir fá mat og bensín og skýrar leiðbeiningar til að vinna eftir ásamt því að fá besta útsýnið á keppnina. Menn geta tekið ákveðinn tíma í brautarvörslu og þurfa því ekki að skuldbinda sig allan daginn.
Lesa áfram Brautarverðir óskast á Klaustur

Klaustur 2005, nokkur atriði til umhugsunar – LESIÐ ALLT

a)       
Í
tímatökubílnum verður einum tölvuskjá stillt við bílstjóragluggann.  Þessi skjár sýnir stöðu hvers keppanda
jafnóðum og þeir koma í mark.  Sýnir
hann í hvaða sæti keppandinn er, á hvaða tíma hann fór síðasta hring og hversu
lengi hann er búinn að keyra.  Þetta
er og verður eina leiðin til að fylgjast með stöðu keppenda. Skjárinn inniheldur síðustu 10-15 keppendur þannig að menn verða að vera tiltölulega snöggir að kíkja á skjáinn áður en nafn viðkomandi scrollar út af honum.

Lesa áfram Klaustur 2005, nokkur atriði til umhugsunar – LESIÐ ALLT

Ný könnun

Ný könnun er komin upp. Við ætlum að kanna hvort menn hafi hugsað sér að fara í Motocross skóla í sumar, þar sem úrvalið af skólum og námskeiðum hefur aldrei verið meira, og sannkallaður íþróttafélagsandi að gera vart við sig. Niðurstöður úr síðustu könnun eru hér fyrir neðan, en þar kemur meðal annars fram að rúmlega helmingur okkar á motocrosshjól og 28% eiga enduro hjól.
Lesa áfram Ný könnun

Félagsgjöldin – borga á netinu – happdrætti og afslættir

Þá er komið að félagsgjöldunum. Klausturskeppnin er á laugardaginn og þá þurfa allir keppendur að vera búnir að borga. VÍK félagar geta greitt félagsgjaldið með kreditkorti í gegnum félagakerfið hér til hliðar. Þeir sem ekki hafa kreditkort geta sent póst á vik@motocross.is og við sendum reikningsupplýsingar á viðkomandi. Boðið upp á happdrætti fyrir alla sem greiða félagsgjaldið fyrir 1. júlí.

Lesa áfram Félagsgjöldin – borga á netinu – happdrætti og afslættir