Yfirvöld bera mikla ábyrgð á utanvegaakstri torfærumótorhjóla

Gunnar Bjarnason í umhverfisnefnd fjallar um utanvegaakstur torfæruhjóla í Mogganum um helgina: "Staðreyndin er sú að torfærumótorhjól skipta þúsundum á höfuðborgarsvæðinu, en lögleg æfingasvæði eru aðeins tvö og einungis opin örfáa mánuði á ári…"  ….sjá grein
Lesa áfram Yfirvöld bera mikla ábyrgð á utanvegaakstri torfærumótorhjóla

Maður gæti farið að gráta ;-(

Það er alveg magnað hvað dynur á okkur hjólamönnum. Um helgina var haldið vel heppnað mót, sennilega stærsta aksturíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Fjöldi erlendra keppenda mætti og umgjörðin og stemmningin öll hin besta. Þá kemur Fréttablaðið og slær upp ótrúlegum fyrirsögnum í tveim fréttum af mótinu, þar sem haft er eftir lögreglunni í Vík í Mýrdal að allt hafi verið á öðrum endanum í plássinu, amfetamín og e-töflur og slagsmál aðal atriðið og að bæjarbúar í Vík í Mýrdal hafi eytt sunnudeginum í að þrífa bæinn. Var einhver hér á motocross móti á Vík í Mýrdal ?? Vefurinn hefur fréttir af því að ekkert hafi verið að umgengni á tjaldstæðinu. Alveg er það grátlegt
Lesa áfram Maður gæti farið að gráta ;-(