Vefmyndavél

Lokaúrslit frá Klaustri

Ný úrslit hafa verið birt.   Miklar sviptingar eftir að Klausturs-reglum var beitt á keppendur.   Eldri upplýsingar liggja fyrir, þ.e. millitímar, staða milli hringja og fleira og verður það látið vera óbreytt.   Heildarúrslitin hafa hinsvegar verið endurskoðuð.   Einungis þeir keppendur sem luku 6 klst akstri eru inn á þeim lista.   Aðrir

 teljast ekki hafa lokið keppni og fá því ekki sæti á listanum.   Að vísu voru fyrstu menn flaggaðir tæpum tveim mínútum of snemma út og teljast því allir sem luku 358 mínútna akstri hafa lokið keppni.   Þessu til viðbótar ákvað keppnisstjórn að fella út keppendur nr. 25 og hafa þeir því verið afmáðir út af heildarúrslitum og aðrir keppendur því færst upp um sæti þar sem það á við.  Kv. / Gaui

Leave a Reply