Vefmyndavél

Klifurhjól 20 maí 2005

{mosimage}Föstudaginn 20 maí ( í dag ) verður fyrsti íslenski reynsluaksturinn á trials hjólum birtur á síðum Morgunblaðsins. Tekin verða fyrir GasGas klifurhjólin, sannarlega heimsmeistara græjur en í höndum algerra viðvaninga eins og Íslendingar

 eru þegar kemur að þessari íþrótt.  Það er ánægjulegt að okkur hjólamönnum takist að fá nokkrar síður í eins virtum fjölmiðli og við reynum áfram að stuðla að jákvæðri og skemmtilegri umfjöllun um sportið okkar.  Ekki veitir af á þessum tímum sem sótt er að okkur úr ýmsum áttum og við þurfum að  berjast fyrir tilveru okkar. Fylgist með Dagbók Drullumallarans í Mogganum þar sem við reynum áfram að halda merkjum okkar á lofti. Með kveðju ÞK/4

Leave a Reply