Klaustur – Skemmtidagskrá

Það hafa verið á kreiki ýmsar sögur um kvölddagskránna á Klaustri og til þess að fá einhvern botn í þær þá hringdi ég í húsfreyjuna á Efri-Vík og fékk þetta á hreint.

Á föstudaginn verður haldið ball í félagsheimilinu á Klaustri með
hljómsveitinni Tilþrif ásamt unglingahljómsveit af svæðinu. Aldurstakmark 16
ára. Miðaverð 2.000,- kr. Sætaferðir á tjaldstæði verða í boði.

ATH. Reynið að ganga um hljóðlega tjaldstæðið á föstudagsnótt og takið
tillit til þeirra sem eru að fara að keppa daginn eftir!!!

Á laugardaginn verður byrjað að grilla í Hlöðunni um. kl. 19:30. Þeir sem
hafa áhuga á að mæta í grillið vinsamlega panti það tímanlega. Matur fyrir
fullorðinn er á kr. 3.250,- hálft verð fyrir börn 6 – 12 ára.

Síðan verður haldið ball í félagsheimilinu á Klaustri (þar sem Hlaðan er
orðin of lítil fyrir okkur) með hljómsveitinni Tilþrif ásamt söngkonu.
Aldurstakmark 18 ára og bar á staðnum. Miðaverð 2.000,- kr. Sætaferðir til
og frá tjaldstæði verða í boði.

Verð á tjaldstæði fyrir þá sem ætla að gista þar er 650 kr. á mann nóttin,
fyrir fullorðin.

Kv. Maggi

Skildu eftir svar