Gleymdist að hugsa um ökumannin ??!!

Kæri hjólafélagi, Um helgina varð ég vitni að mörgum byltum þegar ég fylgdist með endurokeppninni, ég tók líka vel eftir að flestir teygðu hvorki né hituðu upp. Á meðan margir gengu um og skoðuðu hjólin og spjölluðu, var ég að skoða ykkur! Getur verið að það gleymist að hafa ökumanninn í jafn góðu lagi og hjólið?


Ég ætla ekki að fara út í teygju og upphitana umræður, heldur langaði mig að upplýsa félaga mína um hvað ég gæti hugsanlega gert fyrir þá, allavega þá sem verkjar einhverstaðar í skrokkinn. Mig grunar að flestir ykkar séu með fínustu harðsperrur og eflaust einhverskonar óþægindi sem ekki voru til staðar áður eða bara komu aftur uppá yfirborðið eftir keppnina. Hvað er þá gert? Tekið bólgueyðandi, vafið, verkjalyf, eða bara verkirnir hjólaðir úr sér… því miður virkar það í fæstum tilvika.
Persónulega er ég mjög á móti því að vefja bólgu þar sem bólgan fer þá bara inn á við og þá getur blóðið farið inn í liðinn, vöðva og liðbönd þar sem tognun varð. Þar herðist það og myndar vöðva og bandvefsfestur, og getur valdið meira vandamáli en tognunin sjálf. Þar kemur verkur við hreyfingu og tekur mjög langan tíma að ná sér. Notið Epla-edik! Setjið það í sárabindið og vefjið laust utan um bólguna í ca. 2-3 tíma, nokkra daga í röð. Hljóma ég geðsjúkur? Allt í lagi en prófið þetta, edikið virkar eins og segull og hjálpar bólgunni úr liðnum, þar með hjaðnar vandamálið 50-60% fyrr.

Ef vandamálið er stærra og verkir eru í baki, hálsi, eða hvar sem er í líkamanum, er hægt að hafa samband við mig og koma í meðhöndlun við vandmálinu. Ég kem jafnvægi á líkamsstöðu, taugakerfið og jafna vöðva og
liði en hægt er að leysa margra ára vandamál með smá breytingu á líkamsstöðu.

Bestu kveðjur
Jóhannes Sveinbjörnsson,
Myoscalital Alignment Therapist,
Samhæfing Líkamans, Sporthúsinu, Dalsmára 4
s.822-9606
motox@gi.is

Skildu eftir svar