Fréttir af AÍH

{mosimage}Það eru spennandi tímar núna og í næstu framtíð hjá AÍH.  Í síðasta mánuði var Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar (AÍH) formlega veitt inngöngu í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar sem er heiður og stórt skref sem lengi hefur verið unnið að.  Búið er að úthluta um 70 hektara svæði fyrir akstursíþróttir og er verið að vinna í deiliskipulagi á því svæði.  Þetta svæði er mjög

 mikilvægt fyrir AÍH – sérstaklega í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu og umgengni í kringum Hafnarfjörð á undanförnum þremur vikum.  Þann 4.júní – sem er "Sjóvádagurinn" – verður mótorhjólasýning á vegum AÍH og Sjóvá og viljum við hvetja alla sem vilja og geta að koma með fákana sína og sýna þá.

{mosimage}

 
Í AÍH eru þrjár deildir: rallý cross, gó cart og vélhjóladeild (motocross) sem er virkasta deildin í dag.  Einnig eru uppi viðræður varðandi stækkun félagsins með því að stofna kvartmíludeild innan félagsins þar sem Kvartmíluklúbburinn myndi eiga heima og verða rekin sem sér deild.  Því stærra sem félagið er því meira áberandi er það gagnvart samfélaginu og bæjaryfirvöldum.  Við viljum því hvetja alla motocross menn og konur, pilta og stúlkur að styðja félagið í sínu bæjarfélagi.  Nú er vertíðin okkar hjólamanna að hefjast – skráið ykkur í AÍH og styðjið ykkar félag.  Með gildu félagsskírteini fá félagsmenn afslátt í helstu hjólabúðum og umboðum, og eins öðlast félagsmenn fulla keppnisheimild með félagsskírteini AÍH.
Skráningu í félagið annast Gísli í síma  699-2979 eða á e-mail gvg@internet.is  Reikningsnúmer AÍH til að greiða félagsgjöld er. 0327-26-3450   Kt.691200-3450
 
Bestu hjólakveðjur,
Stjórnin.

Skildu eftir svar