Færð á slóðum

Eins og þeir sem eitthvað fylgjast með fréttum hafa eflaust tekið eftir þá voru nokkrir mótorhjólamenn sóttir upp í Kerlingu, sunnan í Skjaldbreið, um helgina.  Ég fór sjálfur á þessar slóðir um helgina og varð frá að hverfa vegna snjóa.  Svæðið sunnan 

 Langjökuls er því ekki enn fært hjólum og gef ég þessu svona 2-3 vikur þanngað til við getum farið að spyrna á slóðum.
Af öðrum svæðum er það að frétta að öll Mosfellsheiðin er þurr, sem og
slóðar á Þingvallasvæðinu.  Eyfirðingaleiðin er þurr og greiðfær upp að
Tindaskaga,  sem sýnir okkur að um leið og snjórinn er bráðnar verður
stutt í að allt svæðið sunnan Langjökuls opni.  Kv. Jakob

Skildu eftir svar