Enduro Íslandsmót um næstu helgi

Hópur góðra manna mætti á Hellu í gær til að aðstoða við brautarlagningu á frábæru nýju keppnissvæði. Keppnin fer fram á svæðinu þar sem torfærukeppnirnar á Hellu hafa verið haldnar í gegnum árin. Ó já…. mýrinn er með í pakkanum.Enduro nefnd vill þakka þeim sem aðstoðuðu við brautarlagninguna í dag og óhætt er að lofa góðri keppni á frábærum stað laugardaginn 14. maí.
Enduro nefnd VÍK.

Skildu eftir svar